Hugmynd og hönnun

Við tökum þátt í skipulagningu verkefnisins með þér og þeim hönnuðum sem koma að verkinu. Þannig náum við að besta ferla, lágmarka þörfina á endurskoðun ferla á verktímanum, minnka kostnað og stytta verktíma.

Byggingarframkvæmdir

Við skipuleggjum framkvæmdirnar með þér, setjum niður tímaramma og vörður. Þannig minnkum við líkur á kostnaðarleka og getum gefið raunhæfan tíma- og kostnaðarramma fyrir verkefnið. Við byggjum með þér.

Viðhald og breytingar

Ef um viðhalds- eða viðgerðarverkefni er að ræða mætum við á staðinn og metum hvað þarf að gera. Okkar mat er tekið gilt hjá öllum tryggingarfélögum ef svo ber undir. Við setjum upp tíma- og kostnaðaráætlun fyrir verkið og sinnum því frá A til Ö.

Verkefnin

Saunaklefar frá Stálnagla

Ímyndaðu þér lúxusinn að njóta afslappandi gufubaðs þar sem þú vilt. Gufuböðin okkar eru á stærð við lítin gám og við getum flutt þau og sett þau upp hvar sem þú vilt, hvort sem um er að ræða hjá heimli, sumarbústað eða fyrirtæki. Það eina sem þarf til er pláss til að koma saununni fyrir og aðgangur að rafmagni.

24/7 Neyðarþjónusta

Neyðarsími: 770-0970
Brattahlíð 15
270 Mosfellsbæ
Leit